Martin Agnarsson reyndist hetja Færeyja þegar liðið heimsótti Gíbraltar í L-riðli undankeppni HM karla í fótbolta á Gíbraltar í kvöld.
Leiknum lauk með 1:0-sigri Færeyinga en Agnarsson skoraði sigurmark leiksins á 68. mínútu.
Í hinum leik riðilsins vann Króatía stórsigur gegn Svartfjallalandi í Zagreb, 4:0, þar sem Kristijan Jakic, Andrej Kramaric, Edvin Kuc og Ivan Perisic skoruðu mörk Króatíu.
Króatía er með 12 stig í efsta sæti riðilsins líkt og Tékkland en Króatía á leik til góða á Tékkland.
Færeyjar eru með 6 stig í þriðja sætinu, líkt og Svartfjallaland, en Gíbraltar rekur lestina án stiga.