mán. 8. sept. 2025 20:48
Vedat Muriqi fagnar marki sínu í Kósovó í kvöld.
Óvænt tap Svíþjóðar í Pristínu

Svíar eru með eitt stig eftir fyrstu tvo leiki sína í B-riðli undankeppni HM karla í fótbolta en liðið tapaði nokkuð óvænt fyrir Kósovó í Pristínu í kvöld.

Leiknum lauk með 2:0-sigri Kósovó þar sem þeir Elvis Rexhbecaj og Vedat Muriqi skoruðu mörk Kósova í fyrri hálfleik.

Í hinum leik riðilsins vann Sviss öruggan sigur gegn Slóveníu í Basel, 3:0, þar sem þeir Nico Elvedi, Breel Embolo og Dan Ndoye skoruðu mörk Sviss.

Sviss er í efsta sæti riðilsins með 6 stig eða fullt hús stiga, Kósovó er í öðru sætinu með 3 stig og Svíþjóð og Slóvenía reka lestina með eitt stig hvort.

til baka