mán. 8. sept. 2025 20:42
Danir fagna í Aþenu í kvöld.
Danir léku á als oddi í Aþenu

Danmörk vann sinn fyrsta sigur í C-riðli undankeppni HM karla í fótbolta í kvöld þegar liðið mætti Grikklandi í Aþenu.

Leiknum lauk með öruggum sigri danska liðsins, 3:0, þar sem Mikkel Damsgaard kom danska liðinu yfir á 32. mínútu og Danir því 1:0-yfir í hálfleik.

Andreas Christensen tvöfaldaði forystu Danmerkur á 62. mínútu og Rasmus Höjlund innsiglaði sigurinn á 81. mínútu.

Danir eru með 4 stig í efsta sæti riðilsins, líkt og Skotland sem vann 2:0-sigur gegn Hvíta-Rússlandi í Zalaegerszeg í Ungverjalandi, þar sem Che Adams skoraði og þá skoruðu Hvítrússar sjálfsmark á 65. mínútu.

Grikkland er með 3 stig í þriðja sætinu en Hvíta-Rússland rekur lestina án stiga.

til baka