Einn var fluttur á slysadeild til frekari aðhlynningar eftir árekstur í Mjóddinni á fimmta tímanum.
Þetta segir Stefán Kristinsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.
Slökkvilið er búið að hreinsa brak af veginum en ekki er vitað um líðan þess sem fluttur var til skoðunar að svo stöddu.
Ekki er heldur ljóst hversu margir bílar lentu í árekstrinum en samkvæmt sjónarvottum þá olli atvikið einhverjum umferðartöfum.