Formaður Kennarasambandsins segir að nemendur í grunnskóla skilji ágætlega einkunnakvarða sem byggi á bókstöfum í stað tölustafa. Í Spursmálum ræðir hann þetta og útskýrir hvað B þýðir í einkunn.
Bendir formaðurinn einnig á að þegar próf réðu mestu um hvaða einkunn nemendur fengu upp úr grunnskóla þá hafi efnaleg staða fólks skipt sköpum. Efnameiri nemendur hafi gjarnan tekið einkatíma utan hefðbundins skólatíma og greitt fyrir það. Náð prófum og komist inn í bestu skólana. Hins vegar hafi þeir sömu nemendur ekki staðið vel að vígi þegar komið var inn í menntaskólann.
Breyttir matskvarðar en óljósir
Orðaskiptin um þetta má sjá í spilaranum hér að neðan en þau má einnig heyra í spilaranum hér að ofan.
„Það er miklu frekar það að það er ekki endilega það sem við þekktum eins og skyndipróf og lokapróf heldur ertu að fara að gera ritgerð, þú ert metinn út frá því hvernig þú kemur og skilar kynningu og þetta er líka gert upp í háskóla.“
A er meira en 10
Þú getur notað ólíka mælikvarða til þess en ég ætla að leyfa mér að fullyrða... ég spyr bara, hvað þýðir B?
„B þýðir að þú hafir náð þeim heildarmarkmiðum sem skólinn ætlar þér. Það er B. Þannig að þegar menn segja að B sé best þá eru menn að orða það þannig að B sé í rauninni þannig það sem við hefðum í gamla daga sagt að sennilega væri, því við erum orðnir þetta gamlir að þá værum við að tala um sjö plús, frá sjö og upp í tíu. En þetta er aftur á móti vandinn sem við kláruðum aldrei.“
Frá sjö og upp í tíu.
„Já, þá fórstu upp á annað þrep, þá gastu í fjölbrautaskólanum farið í 200 áfanga skilur þú.“
En hvað þýðir A?
„A þýðir þegar þú ert farinn að ná að fara eitthvað lengra og ert kominn fram úr þeim væntingum sem grunnskólinn getur gert til þín.“
Meira en 10?
„Meira en 10. Í rauninni, við að ná fram úr væntingunum. En þetta er akkúrat vandinn að okkur vantar miklu betri matskvarða og þar hef ég...“
Er ekki betra þá að segja þú fékkst sjö, eða þú fékkst átta eða tíu, eða bara 10, allt perfect. er það ekki skýrara fyrir foreldra, t.d. þegar þeir eru að reyna að átta sig á því hvort barnið kunni að lesa eða hversu gott það er í stærðfræði? Ef barnið mitt fer í próf, stærðfræðipróf eða býr til video í einhverjum stærðfræðiáfanga og fær 7,5 þá veit ég að það er 75% rétt. En ef barnið fær 10 þá er það einhversstaðar á bilinu 7 til 10.
Annar veruleiki nemendanna
„Þarna erum við alltaf dálítið að tala inn í þann veruleika sem við þekkjum. Við erum ekki fyrsta kynslóðin sem er þarna. Ég hef setið fyrir framan krakkana og nú er ég foreldri nýlega útskrifuðu úr grunnskóla. Mér fannst krakkarnir átta sig mjög fljótlega á því því þau lærðu inn á þetta leiðsagnarmat. Á móti get ég viðurkennt að mér finnst þetta stundum hafa þýtt að það séu bara verkefni sem séu metin, sem koma inn í einkunnina þína og svo búa menn til einhverskonar matrixu og það hefur aldrei tekist að styrkja þá matrixu.“
Viðtalið við Magnús Þór má sjá og heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan: