mán. 8. sept. 2025 21:30
Arnar Gunnlaugsson.
Ofursvalur Arnar mátaði sig við sætið hans Enrique

Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson er mættur til Frakklands þar sem íslenska karlalandsliðsins mætir Frakklandi í D-riðili undankeppni HM karla í fótbolta í París á morgun.

Leikurinn fer fram á Parc des Princes, heimavelli Evrópu- og Frakklandsmeistara París SG í frönsku höfuðborginni.

Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, birti skemmtilega mynd af Arnari í stjórastólnum á Parc des Princes, þar sem Spánverjinn Luis Enrique situr alla jafna, en hann stýrir París SG.

Ísland byrjaði undankeppnina með besta móti en liðið vann stórsigur gegn Aserbaídsjan, 5:0, á Laugardalsvelli á föstudaginn síðasta á meðan Frakkland hafði betur gegn Úkraínu, 2:0, í Wroclaw. 

til baka