þri. 9. sept. 2025 08:23
Steinar Örn Gunnarsson og Guðrún Helga Sørtveit.
Guðrún Sørtveit og Steinar Örn trúlofuð

Áhrifavaldurinn og förðunarfræðingurinn Guðrún Helga Sørtveit og sambýlismaður hennar, Steinar Örn Gunnarsson, eru trúlofuð. Þau hafa verið saman í fimmtán ár og eiga saman tvö börn.

Guðrún deildi fréttinni á Instagram með sætu myndbandi af þeim þar sem hún sýndi hringinn. Í Instagram-sögu sinni birti hún einnig tvö myndskeið þar sem hún sagði foreldrum sínum fréttirnar sem virtust ákaflega ánægðir.

Það verður spennandi að fylgjast með framhaldinu og óskar Smartland þeim til hamingju með hvort annað!

 

 

View this post on Instagram

A post shared by GUÐRÚN HELGA SØRTVEIT🐚 (@gudrunsortveit)

 

 

til baka