mán. 8. sept. 2025 15:39
Greint var frá því fyrir helgi að RSÍ og AFL hafi hafið undirbúning á atkvæðagreiðslu um verkfall starfsfólks Alcoa.
Vísbendingar um að félagsfólk sé beitt þrýstingi

Stjórnendur Alcoa Fjarðaráls eru sagðir hafa rætt við óbreytta starfsmenn fyrirtækisins um kjaradeilu Alcoa við AFL starfsgreinafélag og Rafiðnaðarsamband Íslands (RSÍ) 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá RSÍ og AFLi. Þar segir að vísbendingar hafi borist um að félagsfólk væri beitt óeðlilegum þrýstingi á vinnustaðnum. 

„Við krefjumst þess að þessum afskiptum verði hætt strax og að stjórnendur einbeiti sér frekar að því að koma að samningsborðinu með tilboð sem felur í sér sömu launahækkanir og tryggðar hafa verið í öðrum stóriðjum á Íslandi á næstu árum. 

Það er óásættanlegt í kjaradeilu sem þessari að venjulegt félagsfólk upplifi þrýsting eða afskipti sem geta haft áhrif á afstöðu þess í deilunni,“ segir í tilkynningunni. 

Greint var frá því fyrir helgi að RSÍ og AFL hafi hafið undirbúning á atkvæðagreiðslu um verkfall starfsfólks Alcoa. 

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/09/05/undirbua_atkvaedagreidslu_um_verkfall/

til baka