Stjórnendur Alcoa Fjarðaráls eru sagðir hafa rætt við óbreytta starfsmenn fyrirtækisins um kjaradeilu Alcoa við AFL starfsgreinafélag og Rafiðnaðarsamband Íslands (RSÍ)
Þetta kemur fram í tilkynningu frá RSÍ og AFLi. Þar segir að vísbendingar hafi borist um að félagsfólk væri beitt óeðlilegum þrýstingi á vinnustaðnum.
„Við krefjumst þess að þessum afskiptum verði hætt strax og að stjórnendur einbeiti sér frekar að því að koma að samningsborðinu með tilboð sem felur í sér sömu launahækkanir og tryggðar hafa verið í öðrum stóriðjum á Íslandi á næstu árum.
Það er óásættanlegt í kjaradeilu sem þessari að venjulegt félagsfólk upplifi þrýsting eða afskipti sem geta haft áhrif á afstöðu þess í deilunni,“ segir í tilkynningunni.
Greint var frá því fyrir helgi að RSÍ og AFL hafi hafið undirbúning á atkvæðagreiðslu um verkfall starfsfólks Alcoa.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/09/05/undirbua_atkvaedagreidslu_um_verkfall/