mán. 8. sept. 2025 15:55
Túnisbúar leika á HM 2026.
Komnir á HM án þess að fá á sig mark - 18 sæti á hreinu

Túnis varð í dag átjánda þjóðin til að tryggja sér sæti í lokakeppni heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu 2026.

Túnisbúar sóttu heim lið Miðbaugs-Gíneu til Malabo og á fjórðu mínútu í uppbótartíma skoraði Mohamed Romdhane sigurmark þeirra, 1:0.

Þar með hefur Túnis þegar unnið H-riðilinn í Asíu þó liðið eigi enn tvo leiki eftir og skæðustu keppinautarnir, Namibía og Líbería, eigi enn þrjá leiki eftir.

Túnis er með 22 stig úr átta leikjum og hefur enn ekki fengið á sig mark en markatala liðsins er 13:0.

Túnis er önnur Afríkuþjóðin á eftir Marokkó til að vinna sinn riðil og komast á HM en níu sigurvegarar riðla í Afríku komast í lokakeppnina og liðin í öðru sæti riðlanna fara í umspil.

Þar með lítur listinn yfir þjóðirnar sem eru komnar á HM 2026 þannig út. Innan sviga er fjöldinn frá viðkomandi svæði sem kemst á HM plús hve margar komst í umspil. Alls munu 48 lið leika í stærstu lokakeppni sögunnar:

Norður- og Mið-Ameríka (6+2):
Mexíkó (gestgjafi)
Bandaríkin (gestgjafi)
Kanada (gestgjafi)

Asía (8+1)
Japan
Íran
Úsbekistan
Suður-Kórea
Jórdanía
Ástralía (er í Knattspyrnusambandi Asíu)

Afríka (9+1):
Marokkó
Túnis

Suður-Ameríka  (6+1):
Argentína
Brasilía
Ekvador
Úrúgvæ
Paragvæ
Kólumbía

Eyjaálfa (1+1):
Nýja-Sjáland

Evrópa (16)
Ekkert

Tvö síðustu sætin ráðast í umspili milli þjóða frá fimm heimsálfum, öllum nema Evrópu.

til baka