mán. 8. sept. 2025 14:43
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra.
Kristrún: Gaman í vinnunni

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að það sé gaman í vinnunni. Hún kveðst vera hæstánægð með þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar og hún hlakkar til að kynna verkefnalista vetrarins.

Hún bendir á í færslu sem hún birti á Facebook að á öllum heimilum þurfi stundum að staldra við og taka svolítið hressilega til. Og þar sé ríkisheimilið engin undantekning.

„Þess vegna leggur ríkisstjórnin áherslu á tiltekt og verðmætasköpun í vetur. Um leið hefjumst við handa við að styrkja öryggi og innviði Íslands. Ég vona að þingstörfin gangi sem best í þágu lands og þjóðar. Þingið verður að virka.

Ríkisstjórnin hefur verið sögð ganga heldur hratt til verka – fremur en hitt. Og við höfum tekið það til okkar. Með því að stilla upp sterkri þingmálaskrá sem er trúverðug en takmörkuð að umfangi – til að tryggja skilvirka afgreiðslu mála á Alþingi,“ skrifar Kristrún.

 

 

 

til baka