Sigurlaug Birna Garðarsdóttir, áhrifavaldur sem hefur vakið athygli á TikTok fyrir innsýn í daglegt líf sitt, fór nýverið í skyndiferð til Bandaríkjanna, nánar tiltekið til Minneapolis. Ákvörðunin var tekin daginn áður en hún lagði af stað.
Í stuttu myndskeiði á TikTok segir Sigurlaug Birna frá undirbúningi sínum fyrir ferðina og lýsir stressinu sem fylgdi.
Ferðin þangað og heim tók um það bil sólarhring í heildina að sögn Sigurlaugar Birnu.
Hún hefur um árabil deilt efni á samfélagsmiðlum og laðað að sér breiðan hóp fylgjenda. Fyrir um ári greindi mbl.is frá því þegar hún ásamt kærasta sínum, Ólafi Jóhanni Steinssyni sem einnig er áhrifavaldur, sigldu um Karíbahafið með skemmtiferðaskipi.
https://www.mbl.is/ferdalog/frettir/2024/09/11/sigurlaug_og_oli_syntu_med_svinum_a_bahamaeyjum/