Í gærkvöldi fór VMA-verðlaunahátíðin á vegum MTV fram á UBS-leikvanginum í Elmont, New York. Stjörnur og tónlistarmógúlar flykktust á leikvanginn. Rapparinn LL Cool J stýrði hátíðinni og tónlistaratriðin voru ekki af verri endanum en þar komu fram Ricky Martin, Sabrina Carpenter, Lady Gaga og Busta Rhymes, svo einhverjir séu nefndir.
Tímaritið Page Six tók saman bestu og verstu augnablik hátíðarinnar.
Besta: Lady Gaga listamaður ársins
Söngkonan, sem þekkt er fyrir að vekja mikla athygli, sleppti rauða dreglinum í þetta skiptið. Hún hlaut verðlaun sem listamaður ársins, fór upp á svið til að taka á móti þeim en þurfti svo að rjúka á annan viðburð, Mayhem Ball-sýningu hennar á Madison-torginu. Inn- og útkoma Gaga þótti svöl.
Í þakkarræðunni tileinkaði Gaga verðlaunin áheyrendum og sagði að „hver og einn þeirra ætti skilið að fá að skína á sviði“.
Versta: Ræða Rosé
Suður-kóreska og Ný-sjálenska söngkonan Rosé hlaut verðlaun fyrir lag ársins, APT, ásamt Bruno Mars. Hún hélt að því er virtist endalausa ræðu og þurfti að þakka hverjum sem var í heiminum. Alltaf þegar ræðan ætlaði að enda hélt hún áfram.
Besta: Atriði Ricky Martin
Söngvarinn þótti sanna af hverju hann hefur verið súperstjarna síðastliðin 40 ár. Hann tók helstu slagarana sína; Livin' La Vida Loca, Shake Your Bon-Bon, Maria og The Cup of Life, undir meiriháttar undirtektum áhorfenda.
Versta: Stirð Mariah Carey
Söngkonan hlaut Michael Jackson Video Vanguard-verðlaunin en sýndi ekki sínar bestu hliðar þegar hún steig á svið með atriði kvöldsins, danshreyfingarnar voru stífar og er hún sögð hafa átt betra kvöld á sviði.
Besta: The Ozzy Osbourne-atriðið
Steven Tyler og Joe Perry úr hljómsveitinni Aerosmith, Yungblud og Nuno Bettencourt tóku bestu lög hljómsveitarinnar Black Sabbath, en forsprakki sveitarinnar, Ozzy Osbourne, lést í júlí, 76 ára. Framkoman þótti einkar góð.
Versta: Engin Taylor Swift
Söngkonan Taylor Swift var fjarri góðu gamni í gærkvöldi.