Þyrí Dröfn Konráðsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður markaðsmála hjá Olís. Hún mun leiða markaðsstarf Olís og tengdra félaga, s.s. ÓB, Glans og Grill 66, og styðja við áframhaldandi þróun á stefnu félagsins í nánu samstarfi við lykilstjórnendur, að því er kemur fram í tilkynningu.
„Ég er mjög þakklát og ótrúlega spennt fyrir því að vera treyst fyrir áframhaldandi uppbyggingu og sókn á vörumerki Olís sem er eitt stærsta og mikilvægasta þjónustufyrirtæki landsins. Olís er í lykilhlutverki að þjónusta fólk á ferðinni, ferðamenn og atvinnulífið og hlakka ég til að taka þátt í spennandi vegferð næstu ára," er haft eftir Þyrí.