mán. 8. sept. 2025 21:00
Stikilsberjasulta hennar Brynju Döddu Sverrisdóttur þykir afbragðsgóð með sultum.
Stikilsberjasulta með engifer og límónu úr smiðju Brynju Döddu

Þessi stikilsberjasulta er öðruvísi en allar aðrar sultur og passar einstaklega vel með ostum. Uppskriftin kemur úr smiðju Brynju Döddu Sverrisdóttur ofan úr fjallinu í Kjós, Móberginu fræga. Brynja Dadda er ástríðubakari og heillar alla sína gesti með sínum ljúffengu kræsingum og eldhúsið er staðurinn sem hún elskar að vera á.

Þetta er svolítið skemmtileg sulta en stikilsber eru ekki mjög sæt og bragðið eftir því.

„Ég set aðeins meiri sykur í þessa en í til dæmis rifsberjasultu. Þessi sulta er með mjög sérstöku bragði og því aðeins öðruvísi en flestar berjasultur.

Okkur í Móberginu finnst hún passa vel með ostum en kannski ekki með vöfflum, annars er það bara smekksatriði. Það er stundum gaman að gera öðruvísi sultur,“ segir Brynja.

https://www.mbl.is/matur/frettir/2024/06/21/rabarbarasulta_ur_moberginu/

Á þessum árstíma er mikið um sultugerð og það sem er líka svo gaman við að gera sultu að það er hægt að setja hana í krukku, skreyta á huggulegan hátt og gefa í húsgjöf eða vinagjöf þegar tækifæri gefst.

 

Stikilsberjasulta með engifer og límónu

Aðferð:

  1. Fyrst þarf að byrja á því að hreinsa berin, Brynja sker „skeggið“ af þeim.
  2. Setjið berin í pott ásamt sykri og rifnu engifer.
  3. Sjóðið í um það bil 20-30 mínútur, þá eru berin orðin mjúk.
  4. Bætið safa úr einum límónuávexti út í.
  5. Takið síðan töfrasprota og setjið í pottinn, reynið að kreista öll berin og gera blönduna að góðri samfellu.
  6. Sjóðið í um það bil hálftíma í viðbót.
  7. Setjið síðan sultuna í hreinar krukkur, mikilvægt að þær séu hreinar, og lokið strax fyrir.
  8. Munið er merkja krukkurnar vel, bæði með nafni sultunnar og dagsetningu hvenær hún var gerð.
  9. Geymið í kæli.
  10. Berið fram til dæmis með blönduðum ostabakka eða því sem bragðlaukarnir kunna að njóta.
til baka