Píanóleikarinn og kennarinn Pálmi Sigurhjartarson og söngkonan Stefanía Svavarsdóttir mynda saman magnaðan dúett og fögnuðu útgáfu plötunnar Up Close On Stage / Live at Harpa Concert Hall.
Þau buðu í úgáfuhóf síðastliðið föstudagskvöld þar sem margt var um manninn og var teitið allt hið glæsilegasta. Á meðal gesta voru söngkonan Elísabet Ormslev, útvarpskonan, rokkmamman og plötusnúðurinn Andrea Jónsdóttir, tónlistarkonan Brynhildur Oddsdóttir, Jóhann Sigurðarson leikari og Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu tónlistarhúss.
Stemningin var einkar skemmtileg og nutu gestir lifandi tónlistar Pálma og Stefaníu, en fögnuðurinn heldur áfram í Salnum Kópavogi næstkomandi fimmtudagskvöld þegar dúettinn heldur tónleika.