Rick Davies, međstofnandi og söngvari bresku rokkhljómsveitarinnar Supertramp, er látinn, 81 árs ađ aldri, eftir áralanga baráttu viđ krabbamein. Hljómsveitin greindi frá ţessu í dag.
Söngvarinn, sem er ţekktur fyrir lög á borđ viđ „Goodbye Stranger“ og „Bloody Well Right“, lést á laugardag á heimili sínu á Long Island í New York.
Í yfirlýsingu sem birt var á vefsíđu sveitarinnar kom fram ađ Davies hefđi glímt viđ mergćxli í meira en 10 ár.
Davies fćddist í Swindon á Englandi áriđ 1944 og snemma fann hann ástríđu fyrir tónlist. Hann stofnađi Supertramp í London áriđ 1969 ásamt Roger Hodgson söngvara og bassaleikara.
Hljómsveitin naut mikilla vinsćlda međ plötum eins og „Crime of the Century“ (1974), „Crisis? What Crisis?“ (1975) og „Breakfast in America“ (1979), sem komst á topp Billboard-listans.
Eftir ađ Hodgson yfirgaf hljómsveitina áriđ 1983, stuttu eftir útgáfu plötunnar „Famous Last Words“, var Davies eini stofnmeđlimurinn sem eftir var í Supertramp.
Hljómsveitin hćtti formlega áriđ 1988 en sameinađist aftur áriđ 1996, gaf út tvćr plötur til viđbótar og hélt í tónleikaferđalög til ársins 2012.