„Ég vona að þið séuð að eiga betri dag en bróðir minn,“ segir Þórdís Björk Þorfinnsdóttir leikkona í nýju TikTok-myndbandi sem hún deildi með alþjóð og ber yfirskriftina: „ADHD Bjössi strikes again. Getið keypt svona kaffibolla í IKEA, fyi.“
Bróðir hennar, Björn Þorfinnsson, ritstjóri DV og skákmeistari með meiru, drakk nefnilega kaffið sitt úr íláti sem alla jafna er ætlað fyrir klósettbursta.
Þórdís bendir á að tekið hafi verið til heima hjá honum og þrifið „krúsin hafi lent uppi á borði og að lokum inn í eldhússkáp“, sem að endingu varð til þess að bróðir hennar fékk sér kaffisopa úr klósettburstakrúsinni.
Á meðan hún segir frá skellihlær hún og hefur augljóslega gaman af óförum bróður síns, sem hefur líklega átt betri daga.
Hér er myndbandið sem um ræðir: