Vel var haldiđ á djassspöđum ţegar kom ađ skipulagningu téđrar hátíđar og ţví gott ađ flandra ađeins um hana og taka smakk á gríđarlega virkri djasssenu Íslands.
Á föstudeginum endasentist ég ţannig upp stigann í Hörpu og datt inn í Norđurljósasalinn upp úr átta hvar Sigurđur Flosason og Mattias Nilsson dúettuđu. Falleg efnisskrá og slakandi og tilvaliđ ađ lygna aftur augum og taka tónlistina hreint inn. Ku ţetta hafa veriđ í fyrsta sinn sem ţessir meistarar slógu í djassklárinn í sameiningu.
Róberta Andersen hafđi veriđ á undan en henni náđi ég ekki í ţetta sinniđ, ţví miđur, en hún er međ skemmtilegri gítaristum hérlendis. Og eđlilega hefđi ég viljađ bergja mun betur á hátíđinni en tíminn er grjótharđur húsbóndi.
Eftir ađ Sigurđur og Mattias höfđu lokiđ sér af kom hin pólska O.N.E. sér fyrir á sviđinu. Ţćr voru ógurlegar. Íslendingur leysti reyndar af á gítar, Ţorkell Ragnar Grétarsson, en hann er kunnugur međlimum og ţekki ég hann úr Ragnarök Trio ţar sem ofsakenndur rokkdjass er á bođstólum. Tónlist ţeirra pólsku var frábćr. Frumsamin og vel víruđ og afstrakt. Lćti, spenna, gleđi, ástríđa og alvöru tónlistarinnsći. Meiriháttar. Ég fór á afturlappirnar og naut hverrar sekúndu.
Halli Guđmunds mćtti svo međ Cuban Club á sviđiđ og mikil valmenni ţar samankomin. „Gaman ađ sjá strákana,“ sagđi ég viđ Andrés Ţór gítarleikara sem stóđ viđ hliđina á mér. Ţađ var enda gaman ađ hitta á vini og kunningja úr íslenska djassheiminum á hátíđinni en sá heimur er í senn lítill og stór eins og flest á landi elds og ísa.
Á sunnudeginum voru svo lokatónleikar hátíđarinnar, tónleikar sem selt var sérstaklega inn á, og mađur mćtti ţví inn í trođfulla Eldborg. Um var ađ rćđa tónleika sem mađur vildi ekki ađ hćttu.
Cécile McLorin Salvant söngkona er margverđlaunuđ sem slík og sannkallađur risi í alţjóđlegum heimi djassins. Hún og kátir kappar hennar önduđu frá sér svo góđum og styrkjandi anda frá sviđinu ađ ég komst í leiđslu. Eins og allir.
Í 90 mínútur leiđ mér einfaldlega vel (mjög vel) og hreinlega gat ekki haft áhyggjur af einu né neinu. Ţótt ég hefđi reynt. Gleymdi stađ og stund og naut listarinnar ćđstu í botn. Slíkur var kraftbirtingarmáttur tónlistarinnar. Stórkostlegt! Ţađ var eins og Salvant vćri margra kynslóđa manneskja. Datt í eldgamlan bađmullarstíl eins og ekkert vćri en sveiflađi sér svo í samtímalegri sönghendingar – stundum í sama laginu. Hún söng lög úr söngleikjum og „stađla“ en einnig eigin lög, sem voru oft kenjótt og krúttleg.
Bandiđ hennar algerlega frábćrt. Sullivan Fortner, píanó, Yasushi Nakamura, bassi, og Kyle Poole, trommur. Ég get eiginlega ekki stillt neinum einum fram en nefni ađ Fortner var dásamlegur á píanóinu. Ţađ var svo innileg stemning í hópnum, grallaragrín og léttleiki og ţađ smitađi rćkilega út í salinn. „Mikiđ er ţetta nú gott og vel gert fólk,“ hugsađi ég, eins og barn!
Eftir tónleikana, en ţeir enduđu, ţví er nú verr, var bođiđ í lokahóf í Iđnó ţar sem tónlistarfólk gat einnig stundađ tónlistarspuna. Ţar var gott ađ spjalla viđ gesti og gangandi og anda ađ sér heilnćmu stemningunni sem fólk flutti međ sér úr Hörpu. Pistilritari er, eins og sjá má, ţakklátur fyrir ađ hafa náđ ađ dýfa ađeins tám í djasstjörnina íslensku, sem er bćđi stór og djúp og státar aukinheldur af óhemju fjölskrúđugu lífríki. Hátíđin hélt vel utan um ţetta allt saman ţessa dásamlegu djassfylltu daga í Reykjavík.