mán. 8. sept. 2025 11:22
Rauði kross Íslands.
Valdeflir hinsegin fólk á flótta

Hópastarf fyrir hinsegin fólk á flótta, sem Rauði krossinn á Íslandi stendur fyrir, hefur skilað góðum árangri fyrir þátttakendur samkvæmt niðurstöðu könnunar sem Alþjóðasamband Rauða krossins (IFRC) gerði á starfinu og birt var í sumar.

Sambandið segir að vissulega séu nokkrar áskoranir fyrir hendi, m.a. sú að fólk utan höfuðborgarsvæðisins eigi erfitt með að taka þátt, að því er segir í tilkynningu frá Rauða krossinum

„Starfið býr til rými þar sem umsækjendur um alþjóðlega vernd geta endurheimt hluta af sjálfsmynd sinni sem gæti að öðrum kosti fallið í skuggann af þeim erfiðleikum sem hljótast af því að sækja um vernd,“ segir m.a. í samantektarskýrslu IFRC, að því er fram kemur í tilkynningunni. 

Þá kemur fram að sambandið segi að hópastarfið leiki mikilvægt hlutverk í að styðja við hinsegin fólk sem flúið hefur til Íslands. Það sé gert með því að búa til öruggt rými þar sem þau geta tengst, deilt reynslu sinni og fengið sálrænan stuðning.

„Starfið býr til einstakt umhverfi þar sem þátttakendur upplifa viðurkenningu, virði og valdeflast,“ segir enn fremur í skýrslu Alþjóðasambandsins.

Nánar hér. 

 

til baka