mán. 8. sept. 2025 10:32
Tyrkneskir sérsveitarmenn standa vörđ á götu í Izmir eftir árásina á lögreglustöđina.
Tveir lögreglumenn skotnir til bana

Tveir lögreglumenn voru skotnir til bana og tveir sćrđust eftir skotárás nálćgt tyrknesku borginni Izmir snemma í morgun.

Ali Yerlikaya, innanríkisráđherra Tyrklands, greinir frá ţví á samfélagsmiđlinum X ađ lögreglan hafi handtekiđ 16 ára pilt sem er grunađur um verknađinn.

Í samtali viđ tyrkneska fjölmiđla á vettvangi sagđi landstjóri Izmir, Suleyman Elban, ađ hinn grunađi búi í sömu götu og lögreglustöđin og hafi hann slasast viđ handtökuna.

Ekki er ljóst hvers vegna lögreglustöđin var skotmark, en myndband sem birt var á fréttavefnum Gerçek Gündem sýndi mann međ húfu yfir höfuđiđ, í svörtum bol og ljósum buxum hlaupa međ riffil eftir gangstétt áđur en hann gekk inn í bygginguna.

 

 

 

 

til baka