Eins og kunnugt er héldu leikkonan Temi Otedola, dóttir eins ríkasta manns heims, og tónlistarmaðurinn Oluwatosin Ajibade brúðkaupsveislu hérlendis í ágúst. Þetta var þriðja brúðkaupsveisla nígerísku stjörnuhjónanna en þau hafa verið gift í tvö ár og hafa haldið veislur víðs vegar um heiminn.
Nú hefur tímaritið Vogue tekið upp þráðinn á Instagram-síðu sinni með fallegum myndum af Íslandsdvöl hjónanna, ásamt fleiri myndum, og lýsingu. Þar segir m.a. að brúðkaupsveislur hjónanna 2025 fóru fram í Mónakó, Dúbaí og á Íslandi.
Hjónin hittust á Tate-klúbbnum í London í janúar 2017 þegar þau mættu til að fylgjast með systur Otedola, Florence, sem þeytti skífum á klúbbnum.