Helena Gunnarsdóttir, matarbloggari hjá Eldhúsperlum, gerði þennan fljótlega og ljúffenga fiskrétt sem á vel við á mánudagskvöldi. Rétturinn er ofureinfaldur í gerð og allt er í einu fati og útkoman gómsæt, hversdagsleg og líka spari. Hér er á ferðinni gratíneraður þorskur í sinnepsrjóma með brokkolí og kirsuberjatómötum. Það má líka vera með blómkál í staðinn fyrir brokkolí. Uppskriftina gerði hún fyrir uppskriftavefinn Gott í matinn.
Gratíneraður þorskur með sinnepsrjóma
- 750 g þorskur eða annar hvítur fiskur
- 1 stk. brokkolí- eða blómkálshaus
- 2 dósirsýrður rjómi 18%
- 2 msk.dijon sinnep
- 1 msk.grófkorna sinnep
- 2 msk.saxað kapers
- 1⁄2 stk.blaðlaukur, smátt saxaður
- rifinn pizza-, gratín- eða mozzarella-ostur eftir smekk
- salt og pipar eftir smekk
- smjör eftir smekk
- fersk steinselja, eftir smekk
- kirsuberjatómatar eftir smekk
Aðferð:
- Hitið ofn í 220°C með blæstri.
- Smyrjið eldfast mót með smá smjöri.
- Skerið blómkál eða brokkolí smátt og setjið í botninn á eldfasta mótinu.
- Saltið og piprið eftir smekk
- Skerið fiskinn í passlega bita, þerrið, saltið og piprið og leggið ofan á grænmetið.
- Hrærið saman sýrðum rjóma, sinnepi, kapers og blaðlauk.
- Smakkið til með salti og pipar.
- Smyrjið ofan á fiskinn.
- Stráið dálitlum rifnum osti yfir og bakið í um það bil 20 mínútur.
- Berið fram með hrísgrjónum, salati eða góðu brauði.