mán. 8. sept. 2025 07:14
Erin Patterson.
Dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir að bana þremur með sveppum

Erin Patter­son, fimm­tug áströlsk kona, sem myrti þrjá með eitruðum sveppum var dæmd í lífstíðarfangelsi með möguleika á reynslulausn eftir 33 ár.

Patterson var sakfelld í júlí fyrir þrjú morð og fyrir að hafa reynt að bana einum til viðbótar með eitruðum sveppum sem hún hafði komið fyrir í Wellington-steik sem hún bauð tengdafjölskyldu sinni í hádegismatarboði árið 2023.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2025/07/07/banadi_thremur_ur_tengdafjolskyldunni_med_sveppum/

Ákæru­valdið seg­ir Patter­son hafa logið að fjöl­skyldu sinni um að hún hefði al­var­leg­ar frétt­ir til að færa þeim í því skyni að bjóða tengda­for­eldr­um sín­um, frænku þeirra og eig­in­manni henn­ar, og fyrr­ver­andi eig­in­manni sín­um í há­deg­is­mat. Fyrr­ver­andi eig­inmaður henn­ar afþakkaði boðið.

„Að þú sýnir enga iðrun er eins og að strá salti í sárin,“ sagði dómarinn Christopher Beale þegar hann kvað upp dóminn í Melbourne. „Alvarleiki brotanna krefst þess að hámarksrefsingu verði beitt,“ bætti hann við.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2025/05/03/rettad_vegna_eitradra_sveppa_i_steik/

 

Patterson var dæmd í lífstíðarfangelsi en fær tækifæri til reynslulausnar eftir 33 ár, þegar hún verður 83 ára.

Í mat­ar­boðinu greindi hún frá því að hún hefði greinst með krabba­mein, sem reynd­ist síðar upp­spuni.

Hálf­um sól­ar­hring eft­ir mat­ar­boðið veikt­ust gest­irn­ir og voru flutt­ir á sjúkra­hús vegna eitr­un­ar af völd­um grænserks, sem er einn eitraðasti svepp­ur sem til er.

Tengda­for­eldr­arn­ir og frænk­an lét­ust. Eig­inmaður frænkunn­ar lifði eitr­un­ina af en lá í tvo mánuði á sjúkra­húsi. Patterson Hún neitaði sök en verj­end­ur henn­ar héldu því fram að hún hafi sett svepp­ina í rétt­inn fyr­ir mis­tök.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2023/08/14/thrir_latnir_en_kokkurinn_hefur_ekki_verid_akaerdur/

til baka