Einn var fluttur á bráðamóttöku eftir að eldur kviknaði á jarðhæð í þríbýlishúsi í Sólheimum á fjórða tímanum í nótt.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins barst tilkynning um eldinn klukkan 3.44 og voru allar starfstöðvar sendar á vettvang en mikill eldur logaði á jarðhæð hússins.
Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu var einn fluttur á bráðamóttöku vegna gruns um reykeitrun en greiðlega gekk að slökkva eldinn og í kjölfarið var íbúðin reykræst.
Talsverður erill var hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og til að mynda var 21 útkall á sjúkrabíla eftir miðnætti.