Lögreglan á höfuđborgarsvćđinu fékk tilkynningu um einstakling međ öxi viđ skemmtistađ sem veittist ađ fólki. Sá var farinn ţegar lögreglan kom á vettvang og leit ađ honum í nágreninu bar ekki árangur.
Ţetta er međal ţess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuđborgarsvćđinu vegna verkefna frá klukkan 17 í gćr til klukkan 5 í morgun. Alls eru 49 mál skráđ í kerfinu á umrćddu tímabili og gista fjórir í fangaklefa nú í morgunsáriđ.
Tilkynnt var um rán viđ verslunarmiđstöđ í miđborginni ţar sem ungmenni rćndu annađ ungmenni. Tveir veittust ađ einum og slógu hann međ áhaldi og er máliđ til rannsóknar hjá lögreglu.
Óskađ ađstođar lögreglu vegna einstaklings í félagslegu úrrćđi sem var sagđur ógnandi međ stunguvopn međferđis. Í ljós kom ađ um misskilning var ađ rćđa og var máliđ leyst á vettvangi.
Ber ađ ofan og skólaus og hélt vöku fyrir fólki
Lögreglan fékk tilkynningu um einstakling í annarlegu ástandi. Hann var ber ađ ofan og skólaus og hélt vöku fyrir fólki međ öskrum og látum. Mađurinn var ósammvinnufús og viđskotaillur ţegar lögreglan náđi tali af honum. Hann var ađ lokum vistađur í fangaklefa ţar til unnt verđur ađ taka af honum skýrslu.
Tveir einstaklingar voru handteknir grunađir um húsbrot. Báđir voru ţeir afar ölvađir og ekki skýrsluhćfir og voru ţeir ţví vistađir í fangaklefa ţar til unnt verđur ađ taka af ţeim skýrslu. Ţá eru sömu einstaklingar grunađir um ađ samskonar brot fyrr um daginn.
Óskađ var eftir ađstođ lögreglu vegna líkamsárásar. Minniháttar áverkar voru á brotaţola og er máliđ til rannsóknar hjá lögreglu.