mán. 8. sept. 2025 06:00
Forsíðan sem hún sýndi á Instagram.
Villandi Vogue-mynd gerir allt vitlaust

Eva Ruza flytur pistla um stjörnurnar á hverjum degi á sinn einstaka hátt á K100.

Love Island-stjarnan Ekin-Su tilkynnti um helgina að hún hefði náð stórum áfanga, æskudraumi sínum – að sitja fyrir á forsíðu Vogue Mexico og Latin America. Fylgjendur og Love Island–vinir hennar sendu henni hjartanlegar hamingjuóskir, og pabbi hennar kommentaði undir og sagðist vera stoltur, eðlilega.

View this post on Instagram

 

En svo kom að því að fólk fór að lesa smáa letrið. Forsíðan reyndist nefnilega ekki vera sú hefðbundna Vogue-forsíða sem allir héldu, heldur keypt auglýsingaherferð fyrir fyrirtækið G Bride – og var birt í Vogue. Auglýsingin kostaði meira að segja sex stafa tölu. Til að toppa þetta allt saman, þá var hin raunverulega forsíða Vogue Mexico í september prýdd Jenna Ortega, ekki Ekin-Su.

View this post on Instagram

 

Það sem hefur gert fólk pirrað er að Ekin-Su merkti færsluna ekki sem auglýsingu, eins og áhrifavöldum er skylt að gera. Þess vegna héldu margir að hér væri um að ræða stóran áfanga, sem það vissulega er fyrir hvern þann sem situr fyrir hjá Vogue.

View this post on Instagram

 

En málið er bara það, að þetta var auglýsing sem var keypt fyrir svimandi upphæð, en Ekin er eflaust sama. Hún fékk mynd í Vogue, og já vissulega hefði hún átt að merkja, en fólk verður að passa þrýstinginn og hafa áhyggjur af alvarlegri hlutum. 

 



til baka