mán. 8. sept. 2025 07:27
Finna má tugi myndskeiða á Tiktok þar sem sagt er frá kostum þess að sækja um háskólanám á Íslandi.
Ófyrirséð þróun í háskólum líklega vegna TikTok

Gífurlega fjölgun umsókna nemenda utan Evrópu um nám í íslenskum háskólum má sennilega að hluta til skýra með myndskeiðum sem eru í dreifingu á samfélagsmiðlum á borð við TikTok. Þar er sagt frá því að háskólanám á Íslandi standi alþjóðlegum nemendum til boða að kostnaðarlausu og jafnvel að nemendur geti flutt hingað með fjölskyldum sínum.

Greint var frá því fyrir helgi að umsóknum um dvalarleyfi námsmanna til Útlendingastofnunar hefði fjölgað um 40 prósent á milli ára en það hefur valdið töfum á leyfisveitingum.

Fjöldi erlendra nemenda hefur ekki enn fengið dvalarleyfi þrátt fyrir að skólaárið sé hafið.

@jackietude This is how you can school in Iceland for free!! Watch full video on my YouTube Channel - Jackie Travels. (Search for “Jackie Travels Iceland” on YouTube) #fyp #fypp #immigration #visa #relocation #travel ♬ original sound - Jackie Travels

 

Alls bárust stofnuninni 740 umsóknir um námsmannadvalarleyfi fyrir haustið en algengast er að umsækjendur séu frá Nígeríu, Bandaríkjunum og Pakistan.

Nú er svo komið að boð einhverra nemenda um skólavist hefur verið dregið til baka vegna tafa á leyfisveitingum en í samtali við Morgunblaðið segir Friðrika Harðardóttir, sviðsstjóri alþjóðasviðs Háskóla Íslands, að gífurleg fjölgun umsókna frá nemendum utan Evrópu í ár hafi komið skólanum á óvart og að skoða þurfi hvernig brugðist verði við þessari þróun. 

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag og í Mogga-appinu.

@studyportals.com 🌍✨ Study in ICELAND for FREE?! 🇮🇸 No tuition fees. Small classes. Epic adventures. 🏔️🌊 At the University Centre of the Westfjords, your classroom is nature itself! Kayak, ski, hike & surf after class. 🏄‍♂️⛷️ ✅ Easy & free application 🚀 Rolling admissions (Non-EU/EEA deadline: April 15!) Don’t miss your chance—APPLY NOW! 🔗🎓 #StudyAbroad #Iceland #TuitionFree #Icelandadventures #universitycentreofthewestfjords #isafjordur #studyiniceland #university #masters #coast #mastersdegree #nature #coastal ♬ Promo01 - MeridianMusic

 

 

@opportunity_amplifier Studying in Iceland : Tuition-Free Higher Education for International Students Find a Program & Apply : https://study.iceland.is/ #HigherEducation #InternationalStudents #Iceland #TuitionFree #ApplicationProcess #studyineurope #studyabroad #iceland #icelandic #opportunityamplifier ♬ original sound - Opportunity Amplifier

 

 

@talk2samafrica Study in Iceland for free 🇮🇸 👇 These public universities below are tuition free to all students. You only pay Administration fee annually (75,000 ISK = $550) and your application fee (8,000 ISK = $55) 📍 Holar University 📍 University of Iceland 📍 University of Akuyeri 📍 Agricultural University of Iceland Check out the universities. The good thing is each universities have an international admission recruiter that can help you with admission and any questions you have. Like, Save and share to someone that needs this. #studyiniceland #movetoiceland #visa #travelblogger #talk2samafrica ♬ Gladiator SoundTrack Drill Remix - 𝕻𝖗𝖊𝖈𝖎𝖔𝖚𝖘

 



til baka