sun. 7. sept. 2025 21:23
Fimm milljónir manna nýta sér neðanjarðarlestakerfið á degi hverjum.
Verkföll lama neðanjarðarlestakerfið í nokkra daga

Starfsmenn í neðanjarðarlestakerfinu í Lundúnum hófu í kvöld verkfall sem stendur yfir til og með fimmtudeginum. 

Fimm milljónir manna nota neðanjarðarlestakerfið í Lundúnum daglega en stofnunin Transport for London (TfL) sem sér um rekstur kerfisins sagði í tilkynningu í dag að þjónusta kerfisins yrði lögð niður að nær öllu leyti á morgun og þangað til á föstudaginn. 

Verkalýðsfélag starfsmanna neðanjarðarlestakerfisins tilkynnti um verkfallið í kjölfar þess að TfL féllst ekki á launahækkun upp á 3,4 prósentustig fyrir starfsmenn kerfisins en einnig fóru starfsmennirnir fram á að vinnuskylda þeirra yrði minni. 

Bandaríski tónlistarmaðurinn Post Malone átti að halda stórtónleika í kvöld og annað kvöld á Tottenham Hotspur-leikvanginum í Lundúnum en tónleikunum hefur verið aflýst vegna verkfallsins. 

 

 

til baka