sun. 7. sept. 2025 20:51
John Healey, varnarmálaráðherra Bretlands.
Íhuga að hýsa hælisleitendur á herstöðvum

Breska ríkisstjórnin íhugar nú að nýta herstöðvar til þess að hýsa hælisleitendur sem lagt hafa leið sín til Bretlands yfir Ermarsundið á smábátum. 

Þetta tilkynnti John Healey varnarmálaráðherra Bretlands í dag en hælisleitendur hafa hingað til verið hýstir tímabundið á hótelum víðsvegar um landið en sú stefna hefur verið harðlega gagnrýnd.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2025/07/23/gripa_til_refsiadgerda_vegna_flottamannastraums/

Herstöðvar áður verið notaðar

Þrjátíu þúsund hælisleitendur hafa lagt leið sína yfir Ermarsundið til Bretland það sem af er ári og hefur þeim fjölgað verulega frá því að Verkamannaflokkurinn, undir forystu Keir Starmer, komst til valda fyrir rúmu ári síðan. 

Ríkisstjórn Íhaldsflokksins sem hlaut afhroð í þingkosningunum í fyrra hafði í tíð sinni nýtt tvær herstöðvar sem ekki voru lengur í notkun til þess að hýsa hælisleitendur. 

Starmer hefur sagst ætla að hætta að nota hótel til að hýsa hælisleitendur á þessu kjörtímabili en kröftug mótmæli hafa farið fram við hótel þar sem hælisleitendur eru hýstir.

til baka