mán. 8. sept. 2025 06:30
Vigdís Másdóttir, kynningar- og markaðsstjóri Mekó, á að þessu sinni heiðurinn af vikumatseðlinum og allar uppskriftirnar eru hennar eigin.
„Ostur er eitt það besta sem mannfólkið hefur fundið upp“

Vigdís Másdóttir, kynningar- og markaðsstjóri Mekó á heiðurinn af vikumatseðlinum að þessu sinni og allar uppskriftirnar eru hennar eigin  Hún lifir til að borða og getur ekki verið án góðs matar.

„Matseðillinn verður með einföldu móti þessa vikuna og mikið af svona þægilegum heimilismat. Það er búið að vera svo mikið stuð í vinnunni, við vorum að klára Hamraborgarfestivalið og núna á laugardaginn erum við að bjóða öllum í Kópavoginn í menningarhúsin til þess að kynna sér vetrardagskrá húsanna,“ segir Vigdís.

„Við fáum eina af okkar bestu Kópavogskonum, hana Evu Ruza, til þess að fara yfir brotabrot af því besta með forstöðumönnum menningarhúsanna. Sigga Beinteins bæjarlistamaður tekur lagið, boðið verður upp á smiðjur og veitingar fyrir alla. Þjóðlagahátíðin Vaka byrjaði einnig um helgina en það verður fjöldi viðburða í menningarhúsunum í tengslum við hana,“ bætir hún við.

 

Geðrækt, svefn og næring

Dagskráin er stútfull hjá Vigdísi og fleiri viðburðir eru í nánd. „Eins erum við að undirbúa geðræktarviku á bókasafninu, þar sem í boði verða erindi um geðrækt, svefn og næringu. Talandi um næringu þá er hér vikumatseðillinn þessa vikuna frá mér,“ segir Vigdís og bætir við: „Það er alltaf hádegismatur í vinnunni og í skólanum hjá dóttur minni svo að við þurfum bara að huga að morgunmat og kvöldverði.“

 

Það eru ekki alltaf magntölur með uppskriftunum þannig að hver og einn getur gert réttinn að sínum eftir því hversu margir eru í mat.

Mánudagur – Hafragrautur

„Mér finnst best að byrja vikuna vel undirbúin, sér í lagi þegar mikið er að gera. Hafagrauturinn er góð leið til þess að byrja daginn eftir slökun helgarinnar.“

 

Hafragrautur fyrir orkuna

Aðferð:

  1. Setjið hafrana, chiafræin, vatn, túrmerik, cayanne og salt saman í pott og sjóðið þar til grauturinn hefur náð ákjósanlegri þykkt.
  2. Slökkvið undir og bætið frosnum berjunum við og hrærið þar til þau eru þiðnuð.
  3. Rífið súkkulaðið yfir.
  4. Berið fram í huggulegri skál.

 

„Kvöldmaturinn á mánudögum er oftast mjög einfaldur, líklegast af því að það er orkufrekt að mæta hversdeginum eftir huggulega helgi“

Tómatsúpa

Aðferð:

  1. Byrjið á því að gera Soffritto-blönduna, sjá aðferð hér fyrir neðan.
  2. Setjið blönduna fyrst í pott og síðan allt hitt hráefnið og bætið smá vatni við ef súpan er of þykk.
  3. Þið sem viljið hafa hana rjómalagaða getið bætt við 1 pela af kaffirjóma og/eða 2 msk. af rjómaosti.

Soffritto er blanda af gulrótum, lauk, sellerí og hvítlauk.

Aðferð:

  1. Setjið allt hráefnið saman í pott og sjóðið þar til grænmetið er orðið mjúkt.
  2. Setjið í blandara og maukið.
  3. Byrjið síðan á því að gera súpuna sjálfa með því að setja hana aftur í pott, sjá aðferð að ofan.

 

Ostabrauð

„Ég elska súrdeigsbrauð og hef reynt að baka það, en með misgóðum árangri. Því kaupi ég það yfirleitt í Brauð og co, það er nálægt heimilinu og því auðvelt, annars stendur brauðið frá Sandholti alltaf fyrir sínu.

Það er ekki til líf án gæða ólífuolíu og ég reyni að finna markaði, beint frá bónda olíur, þegar ég í Mið-Evrópu til þess að taka með mér heim. Ef ég verð uppiskroppa þá eru olíurnar frá Olifa mjög góðar.

Ostur er eitt það besta sem mannfólkið hefur fundið upp. Ég var svo ótrúlega heppin að fá að vinna hjá Eirnýju sem átti Ostabúrið, hún kenndi mér allt sem ég veit um osta og er botnlaus brunnur upplýsinga um allt sem tengist mat og víni.“

Súrdeigsbrauð

Aðferð:

  1. Bleytið brauðið með ólífuolíunni og smyrjið bakaðan hvítlauk yfir.
  2. Setjið ostinn á milli og grillið samlokuna.
  3. Salt og pipar eftir smekk
  4. *Ég baka heilan hvítlauk, sker ofan af honum, helli gæðaolíu yfir og smá salti, baka hann þar til að hann er orðinn mjúkur – passið að brenna hann ekki, þá verður hann bitur á bragðið.“

 

Fersk kryddólífuolía

Aðferð:

  1. Setjið allt sett saman í blandara og hakkið.
  2. Setjið í ostaklút og sigtið – olían lekur og verður gullfallega græn.
  3. Nýtið svo hratið í grunninn á súpunni.

Samsetning:

  1. Þegar þið setjið súpuna á disk dreifið þá kryddolíunni dreift yfir og berið fram ostabrauðinu.

Þriðjudagur – Kjúklingaleggir með sveppahrísgrjónum

„Þetta er einn af þessum æskuréttum sem eru í uppáhaldi, mjög einfaldur, nærandi og afskaplega góður.“

 

Bakaðir kjúklingaleggir með sveppahrísgrjónum

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 220°C gráður.
  2. Leggið leggina á ofnplötu klædda bökunarpappír og raðið leggjunum á.
  3. Kryddið með kjúklingakryddi báðum megin og bætið við söxuðum hvítlauk.
  4. Setið inn í ofn og bakið í 35-40 mínútur eða þangað til að þeir hafa tekið á sig fallegan lit.

Sveppahrísgrjón

Aðferð:

  1. Bræðið smjör og ólífuolíu með sveppakraftinum.
  2. Steikið hvítlauk, lauk og sveppi á pönnunni með smjörkraftinum.
  3. Þegar sveppirnir eru búnir að soga í sig smjörið, olíuna og kryddið þá til og síðan megið þið henda slettunni af hvítvíninu yfir, ef það er til.
  4. Bætið síðan soðnum hrísgrjónunum saman við.
  5. Berið fram með kjúklingaleggjunum og njótið.

Miðvikudagur - Grillaður silungur og brokkolísalat

„Mér finnst mjög gott að snæða fisk í miðri viku og þessi silungur er dásamlega góður grillaður.“

 

Grillaður silungur og brokkolísalat

Aðferð:

  1. Smyrjið silunginn með blöndu af chilli-olíunni og mangó-chutney.
  2. Dreifið sesamfræjum yfir.
  3. Grillið silunginn á funheitu grilli með roðinu niður allan tímann, þá verður fiskurinn fullkominn og roðið stökkt sem er algjört sælgæti.

Brokkólísalat

Aðferð:

  1. Saxið allt í ákjósanlega stærð og hrærið síðan límónusafa og olíu saman.
  2. Setjið út í salatið og blandið vel saman við.
  3. Berið fram með silungnum.

Fimmtudagur – Miðjarðarhafssaltfiskur með nýju smælki

„Aftur fiskur í matinn daginn eftir því hann er svo góður. Það er svo gott að borða nýtt smælki með fisk, algjört sælgæti.“

 

Miðjarðarhafssaltfiskur með smælki

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180°C hita.
  2. Setjið allt saman í eldfast mót og setjið inn í heitan ofn.
  3. Bakið í um það vil 20 til 25 mínútur.
  4. Berið fram með fersku grænu salati.

Föstudagur – Lasanja að hætti Vigdísar

„Stundum er það bara þannig að hlutirnir þurfi að vera á ákveðinn hátt, ég elska lasanja en því miður þá er dóttir mín ekki á sama máli. Henni finnst öll hráefnin góð en þau mega bara ekki vera í blöndu því bý ég bara til lasanja sem við getum báðar notið.“

 

„Deconstucted“ lasanja að hætti Vigdísar

Hráefnalisti

Kjötsósan

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200°C hita.
  2. Byrjið á því að steikja hakkið.
  3. Setið síðan allt hráefnið í pott ásamt hakkinu þegar búið er að steikja það.
  4. Látið sósuna sjóða niður.
  5. Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum á pakka.
  6. Setjið kjötsósuna í elfast mót ásamt pasta-inu.
  7. Setjið kotasæluslettur hér og þar, ekki blanda of vel.
  8. Setjið síðan rifinn ost yfir.
  9. Setjið loks eldfasta mótið inn í ofn og bakið í 30 til 35 mínútur.
  10. Rifið síðan parmesan-ost yfir þegar þið berið réttinn fram.
  11. Gott að hafa ítalskt baguetta með og jafnvel ferskt salat að eigin vali.

Laugardagur - Linguini með humri

„Humarpasta er eitthvað sem ég hef mikið dálæti af og á vel við á laugardagskvöldi. Hver og einn getur ráðið magninu hér og velur bara eftir smekk og hversu margir eru í mat. Það er líka í góðu lagi að kaupa linguini pasta tilbúið til að stytta undirbúningstímann.“

 

Linguini með humri

Humar

  1. Hitið ofninn í 200°C.
  2. Bræðið saman smjör, hvítlauk, chilli-olíu og hvítvín.
  3. Setjið humarinn í eldfast mót eða á ofnskúffu klædda álpappír.
  4. Setjið smjörblönduna yfir humrinn, setjið inn í ofn og bakið í nokkrar mínútur.
  5. Setjið pasta-ið á stóran disk, hrærið humrinum og afgansblöndunni saman.
  6. Hellið yfir diskinn og rifið steinseljuna yfir.
  7. Berið fram.

Sunnudagur – Risotto með grilluðum túnfiski

„Ég er mjög hrifin af túnfisk og veit fátt betra á sunnudagskvöldum en að dunda mér við að gera góðan risottorétt. Hér er rétt að velja magn eftir smekk og hversu margir eru í mat en þetta er svo grunnurinn sem til þarf.“

 

Risotto og grillaður túnfiskur með ferskri kryddolíu

Aðferð:

  1. Eldið hrísgrjónin samkvæmt upplýsingum á pakkanum.
  2. Hitið pönnu og steikið laukinn.
  3. Bætið síðan hrísgrjónum og hinu hráefninu saman við.

nfisksteik

Aðferð:

  1. Hitið grillið.
  2. Berið kryddblönduna á túnfisksteikina.
  3. Setjið síðan túnfisksteikina á grillið þegar það er orðið funheitt. Það má alls ekki grilla steikina of lengi, þá verður hún þurr.
  4. Það fer eftir þykkt steikarinnar hversu lengi hún er grilluð.

Samsetning:

  1. Setjið risotto á diskinn, síðan túnfisksteikina. Dreifið að lokum ólífunni yfir.
  2. Berið fram og njótið.
til baka