sun. 7. sept. 2025 15:38
Flogið verður til borgarinnar einu sinni til tvisvar í viku frá 6. september til 7. janúar og svo frá 18. febrúar til 30. maí.
Fyrsta flugið til nýs áfangastaðar

Icelandair hóf í gær beint flug til Malaga á Spáni. Flogið verður til borgarinnar einu sinni til tvisvar í viku frá 6. september til 7. janúar og svo frá 18. febrúar til 30. maí. 

Í tilkynningu frá Icelandair segir að flugtíminn sé um fjórar klukkustundir og 45 mínútur. 

Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, að áfangastaðurinn sé vinsæll meðal Íslendinga auk þess sem hann opni ný tækifæri fyrir ferðamenn á Spáni til að sækja Ísland heim. 

„Í ár bætum við fjórum nýjum alþjóðlegum áfangastöðum við yfir vetrartímann og er það í takt við stefnu okkar um að vaxa utan háannatíma sumarsins. Með innkomu nýrra og hagkvæmari flugvéla í flotann opnast tækifæri fyrir stærri vetraráætlun. Þannig getum við nýtt innviði okkar betur yfir veturinn og á sama tíma stuðlað að minni árstíðarsveiflu í íslenskri ferðaþjónustu,“ er haft eftir Boga. 

Malaga er hafnarborg í Andalúsíu á Suður-Spáni. Borgin er þekkt fyrir menningu, sögu og sólríkar strendur. 

 

til baka