Svanhildur Heiða Snorradóttir, stofnandi og meðeigandi Delisia Salads, segir ábyrgð vera mikilvægasta eiginleika góðs yfirmanns.
„Þó að það sé ekki þér að kenna þá er það þitt vandamál. Ég segi alltaf we're living and we're learning, þannig að það er enginn sökudólgur,“ segir Svanhildur.
„Ef ég tek ábyrgð þá taka fleiri ábyrgð.“
Þetta er meðal þess sem Svanhildur sagði í samtali við mbl.is á opnunarviðburði Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) í húsakynnum Árvakurs á miðvikudag.
Spjallið við Svanhildi, þar sem hún ræðir stofnun eigin reksturs og deilir góðum ráðum, má sjá í spilaranum hér að ofan.