lau. 6. sept. 2025 20:01
Lífið virðist vera ljúft í Ástralíu á veturna.
Íslensk au pair í Ástralíu vekur athygli

Elma Hlín Valgarðsdóttir hefur vakið athygli á TikTok þar sem hún sýnir frá lífi sínu sem AuPair í Ástralíu.

Hún hefur vakið athygli fyrir myndbönd þar sem hún ber saman hluti sem þykja daglegt brauð hinum megin á hnettinum en sem myndu vekja hneykslan hjá Íslendingum.

@elmaahlin

Hlutir í Ástralíu sem myndu senda Íslendinga í coma

♬ original sound - Elma Hlín

 

Á dögunum birti hún myndasyrpu á TikTok þar sem hún sýnir frá því hvernig veturinn lítur út í Ástralíu, nánar tiltekið á Gold Coast sem er borg rétt hjá Brisbane.

Ljóst er af myndunum að dæma að ástralski veturinn býður upp á meiri sól en hér á Fróni. Elma Hlín skrifar við myndasyrpuna „Vetur í Ástralíu>>>” sem þýðir að henni þyki fátt betra en ástralski veturinn.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá brot af myndasyrpunni sem um ræðir:

 

 

  

til baka