sun. 7. sept. 2025 20:02
Lovísa segir að þetta sé það lélegasta sem hún hefur séð hingað til í skólamat barna sinna.
Lovísu var brugðið þegar hún sá hádegismat barna sinna

Lovísa Falsdóttir hefur gert garðinn frægan á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem hún sýnir frá daglegu lífi sínu ásamt fjölskyldu sinni sem flutti búferlum til Bandaríkjanna.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/08/14/lovisa_og_gunnar_letu_drauminn_raetast/

Í nýlegu myndbandi sem hún deildi á samfélagsmiðilinn fer hún yfir hádegismatinn sem börn hennar fá í skólanum þar í landi og segir farir sínar ekki sléttar hvað varðar næringargildi og gæði matarins sem er á boðstólum fyrir börnin.

En svo virðist sem ostasósa sé aðalrétturinn sem hægt er að skola niður með djús eða súkkulaðimjólk.

Við myndbandið skrifar Lovísa: „Hræðilegt alveg, djús OG kókómjólk í boði alla daga og draslmatur.“

Hún endar myndbandið með því að taka fram að þetta sé ástæða þess að hún tannbursti börnin alltaf beint eftir skóla og komi til með að senda þau með nesti framvegis.

@lovisafalsdottir Hræðilegt alveg, djús OG kókómjólk í boði alla daga og draslmatur 😤 #fyp #fyrirþig #íslenskt #iceland #íslensktiktok ♬ original sound - lovisafalsdottir

 

til baka