sun. 7. sept. 2025 16:00
Sverrir Gauti Ingólfsson, Halldór Áskell Stefánsson, Guðmundur Vikar Sigurðsson og Baldur Elfar Harðarson.
Rífandi pílugír í starfsfólki OK
Tæknifyrirtækið OK hélt nýlega starfsmannadag undir yfirskriftinni „Amazing OK“. Starfsfólk fyrirtækisins keppti í fjölbreyttum þrautum og verkefnum þar sem samvinna og útsjónarsemi leiddu til sigurs og verðlauna. Að loknum leikjum var haldið á Oche í Kringlunni þar sem stemningin hélt áfram með pílukasti, shuffleboard og karíókí. Margir létu ljós sitt skína í hinum ýmsu greinum var mikið fjör á fólki.
„Þetta var mjög vel heppnaður starfsmannadagur í alla staði og fólk skemmti sér konunglega. Við hjá OK elskum að leysa þrautir í sameiningu og hafa gaman í leiðinni. Svona dagar styrkja tengslin og gera okkur að enn sterkara teymi,“ segir Ísold Einarsdóttir, markaðsstjóri OK, í fréttatilkynningu.
til baka