sun. 7. sept. 2025 06:30
Berglind Hreiðars gerði þessar ljómandi góðu kókosstangir á dögunum sem eru sannkallað sælgæti að njóta en eru samt hollar.
Hollustustangirnar hennar Berglindar eru æðislega góðar

Haustin eru tíminn sem marga langar að prófa nýjar hollustuuppskriftir. Berglind Hreiðars hjá Gotterí og gersemar prófaði eina nýja á dögunum þar sem dökka súkkulaðið er í forgrunni.

Hér er á ferðinni uppskrift að dásamlegum kókosstöngum sem tilvalið er að eiga í frystinum og grípa sér bita þegar sykurlöngunin hellist yfir. Þið getið séð hvernig Berglind gerir þessar hér fyrir neðan.

View this post on Instagram

A post shared by Gotterí og gersemar (@gotterioggersemar)

 

Kókosstangir með berjum og dökku súkkulaði

Um 10 stykki

Aðferð:

  1. Setjið kókosmjöl, ber, vanilludropa og sýróp í blandara og blandið vel.
  2. Hellið í brauðform sem búið er að klæða að innan með bökunarpappír.
  3. Sléttið úr og frystið í um tvær klukkustundir og takið þá út og skerið í lengjur.
  4. Bræðið súkkulaðið og þynnið með kókosolíunni.
  5. Dýfið hverri lengju í súkkulaði, leggið á bökunarpappír og toppið með ristuðum kókosflögum.
  6. Best er að geyma stangirnar í loftþéttu íláti í frystinum.
  7. Nælið ykkur í bita þegar löngunin kemur og njótið.
til baka