Arnór Hreiðarsson, ráðgjafi og eigandi Baunir & ber, og Sólrún Sigurðardóttir, sérfræðingur í sjálfbærni hjá Háskóla Íslands, hafa sett fallega íbúð við Reynimel í sölu. Eignin er 120 fm, þar af er 33 fm bílskúr og 1 fm geymsla. Íbúðin er með tveimur svefnherbergjum.
Staðsetningin við Reynimel er gríðarlega eftirsótt í Vesturbænum og þá sérstaklega hjá fjölskyldufólki. Húsið hefur fengið gott viðhald síðustu ár og er garðurinn með þeim snyrtilegri.
Íbúðin er á annarri hæð og er mjög björt. Úr eldhúsinu er opið í stofu en rennihurð er til staðar. Eldhúsið er með glæsilegri stálinnréttingu með góðu skápaplássi og hornglugga.
Sjá á fasteignavef mbl.is: Reynimelur 44
„Lífið í Stykkishólmi er hægara og dýpra“