Til stendur að rífa Borgartún 34-36 og byggja íbúðablokkir í staðinn. Húsin á lóðunum eru úr sér gengin fyrir löngu síðan. Þau hafa verið yfirgefin í fjölda ára og ásýnd þeirra ber þess greinileg merki.
Vísir greinir frá þessu.
Ryð, veggjakrot og brotnar rúður einkenna mannvirkin. Fyrr í sumar kviknaði í öðru húsinu en slökkviliðinu tókst að ráða niðurlögum eldsins.
Í deiliskipulagi má sjá áætlanir um að rífa niður húsið og byggja á lóðinni hundrað íbúðir í staðinn. Þar má sjá hvernig fyrirhugað er að íbúðahúsið líti út.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/07/27/myndir_bruninn_i_borgartuni/
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/07/27/tokst_ad_slokkva_eld_i_husnaedi_i_borgartuni/