mán. 8. sept. 2025 08:02
Það kennir til ýmissa grasa á matseðlinum áður en hann heldur út í heim að leggja stund á nám.
Ómissandi matur læknanema fyrir Danmerkurferð

Jóel Þór Jóhannesson, læknisfræðinemi í Danmörku, hefur vakið verðskuldaða athygli á samfélagsmiðlunum TikTok þar sem hann sýnir frá sínu daglega lífi í stórborginni þar sem hann leggur stund á nám.

https://www.mbl.is/smartland/frettir/2025/08/17/for_i_laeknanam_vegna_ahuga_a_hudumhirdu/

Jóel var á dögunum á Íslandi í fríi og fjallaði um það á miðli sínum hvað væri nauðsynlegt að leggja sér til munns áður en hann færi aftur til Kaupmannahafnar. Hann skrifaði við myndbandið „drífa mig að tjekka allt af matarlistanum áður en ég fer út.“

Í myndbandinu má sjá hvað honum finnst nauðsynlegt undir tönn áður en flogið verður á brott út í heim. Þar bar meðal annars að líta ostaslaufu, karamellusnúð, Dominos, sushi og kókómjólk svo eitthvað sé nefnt.

Sitt sýnist hverjum þegar kemur að valinu sem líta má á í myndbandinu hér að neðan:

@joelthor_

gleymdi ég einhverju sem er algjört möst?

♬ chest pain by malcolm todd - Sir Malcolm Tott | Fan Account

 

til baka