Meðal þess sem fram kemur í fjárlagafrumvarpinu sem Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra kynnti í morgun, er að samsköttunarheimild hjóna og sambýlisfólks milli tveggja skattþrepa verður felld úr gildi frá og með álagningarárinu 2027.
Daði hafði áður boðað til þessara aðgerða, sem nú eru staðfestar í fjárlagafrumvarpinu.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/09/08/stefnt_a_upptoku_15_prosent_alheimslagmarksskatts/
Kílómetragjaldið hækkar
Einnig kemur fram að nokkrar aðgerðir í frumvarpinu miða að því að halda við verðlag og í þeirri viðleitni hækka ýmis gjöld um 3,7%.
Þannig hækkar almennt og sértækt bensíngjald um 3,7% sem og olíugjald og sérstakt kílómetragjald á ökutæki knúin jarðefnaeldsneyti.
Sömu sögu er að segja af hreinorku- og tengiltvinnbílum en kílómetragjald slíkra bifreiða hækkar einnig um 3,7%.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/09/08/bida_eftir_skilgreiningu_nato/
Nefskattur og nikótín
Þá er m.a. lagt til að áfengis-, tóbaks og nikótíngjald hækki sömuleiðis um 3,7%.
Að lokum má nefna að nefskattur Ríkisútvarpsins mun einnig hækka um 3,7%