„Tóneyrađ kemur međ ţjálfun og ćfingu. Međ tímanum kemur tilfinningin fyrir ţví hver sé hinn rétti tónn í orgelinu og hvernig allt smellur saman svo úr verđi melódía og tónlist. Sama gildir úti á sjó; um borđ í skipi lćrist međ tímanum hvernig vélin virkar og óvenjuleg hljóđ gefa vísbendingar um ađ eitthvađ sé í ólagi,“ segir Matthías Harđarson, nýr organisti viđ Dómkirkjuna í Reykjavík. Hann er úr Vestamannaeyjum, hvar hann hóf tónlistarnám um tíu ára aldurinn. Eftir stúdentspróf aflađi hann sér svo réttinda í vélstjórn og hefur starfađ á ţví sviđi fram undir ţetta.
Orgelskórnir eru međ mjúkbotna leđri
Pípuorgel Dómkirkjunnar spannar 33 raddir. Hljómur ţess er um margt einstakur, eins og landsmenn ţekkja til dćmis úr útvarpsmessum á helgum stundum. Ţegar starf dómorganista losnađi fyrr á ţessu ári ţótti mikilvćgt ađ fá vel menntađan tónlistarmann. Ţví var leitađ til Matthíasar, sem svarađi kalli. Hann kom til starfa viđ kirkjuna í byrjun júlí nú í sumar og hefur ađ undanförnu veriđ ađ ţjálfa sig í nýju hlutverki.
„Mér hentar vel ađ byrja daginn snemma og er stundum kominn til ćfinga hingađ í kirkjuna um klukkan sjö á morgnana. Fer snemma í bćinn eđa áđur en mest umferđin er. Síđustu daga hef ég sérstaklega litiđ til tónlistar og laga sem tengjast landi og ţjóđ og verđa leikin viđ setningu Alţingis í nćstu viku. Útgönguversiđ er Fantasía um Ísland farsćldar frón, eftir Hildigunni Rúnarsdóttur tónskáld. Ţađ tónverk og raunar fleiri kalla á heilmiklar ćfingar sem ég gef mig allan í,“ segir Matthías og heldur áfram:
„Hér í Dómkirkjunni eru athafnir flesta daga og organisti ţarf ţví ađ vera nćrri. Viđamikil dagskráin kallar á ađ mađur hugsi langt fram í tímann, núna er ég til dćmis byrjađur ađ ćfa jólasálmana. Ég hef annars mesta ánćgju af ţví ađ glíma viđ franska orgeltónlist og langar ađ flytja hana hér í kirkjunni. Og ţá er bara ađ smella á sig organistaskónum sem eru međ mjúkbotna leđri svo auđvelt er ađ renna fótunum eftir pedölunum.“
Eldkantorinn og fleiri góđir kennarar
Matthías sem er fćddur áriđ 1993 byrjađi tónlistarnám sitt á píanó. Ţegar hann var kominn nokkuđ áleiđis ţar kvađ kennarinn Guđmundur H. Guđjónsson upp úr međ ađ orgeliđ hćfđi ţessum efnilega nemanda sínum betur. Međ ţađ afhenti Guđmundur Matthíasi lykil ađ Landakirkju og sagđi honum ađ ćfa sig ţar. Tónninn var sleginn! Og ţá var Matthías raunar líka búinn ađ lćra lítiđ eitt á saxófón hjá Stefáni heitnum Sigurjónssyni lúđrasveitarstjóra sem lengi var driffjöđur tónlistarlífs í Eyjum.
„Ég lćrđi mikiđ af Guđmundi organista, sem stundum er kallađur eldkantor eftir ađ hafa spilađ viđ frćga messu í eldgosinu áriđ 1973. Raunar hef ég veriđ einkar heppinn međ kennara í tónlistinni og ţakka ţeim hvert ég hef náđ,“ segir Matthías sem nam viđ Tónskóla ţjóđkirkjunnar og tók BA-gráđu í kirkjutónlist viđ Listaháskóla Íslands. Meistaragráđu aflađi hann sér í Árósum í Danmörku hjá kennurunum Ulrik Spang-Hanssen og Lars Rosenlund Nřrremark og dómorganistanum í borginni sem er Kristian Krogsře. Hér heima nam Matthías svo einnig litúrgískt kirkjuspil ţar sem hann naut leiđsagnar organistanna Guđnýjar Einarsdóttur, Eyţórs Inga Jónssonar og Láru Bryndísar Eggertsdóttur. Nokkuđ í kórstjórn lćrđi hann hjá Magnúsi Ragnarssyni kantor viđ Langholtskirkju í Reykjavík.
„Dómkórinn er skipađur um 50 manns; góđu söngfólki sem lengi hefur tekiđ ţátt í starfinu. Kirkjukórar međ ţátttöku almennings eru mikilvćgur ţáttur í öllu starfi ţjóđkirkjunnar,“ segir Matthías sem ađ undanförnu hefur veriđ ađ koma sér fyrir í Reykjavík. Fram til ţessa hefur hann búiđ í Eyjum og ţar til í vor sinnti hann kennslu í vélstjórn viđ framhaldsskólann ţar. Hinn nýi starfsvettvangur hans er ţví jafn ólíkur ţví sem var og mest á vera.
Sinnti kennslu og var stundum á sjónum
„Já, jafnhliđa kennslunni síđustu ár hef ég stundum fariđ á sjó; međal annars veriđ afleysingavélstjóri á Álsey VE sem er stórt lođnuskip. Einnig tekiđ stöku túra á togurum. Ţá var ég um skeiđ á Breiđafjarđarferjunni Baldri og var síđast í afleysingum á Herjólfi. Mér hentađi vel ađ vera á ferjum ţví ţá gat ég ćft mig á orgeliđ, til dćmis á kvöldin í Landakirkju heima í Eyjum. Orgeliđ ţar er gott hljóđfćri og í raun stór vél ţótt engin séu hestöflin,“ segir Matthías organisti hér ađ síđustu.