lau. 6. sept. 2025 22:30
Sunna Ástþórsdóttir
Sunna ráðin til Listasafns Reykjavíkur

Sunna Ástþórsdóttir hefur verið ráðin deildarstjóri sýninga og miðlunar hjá Listasafni Reykjavíkur. Ráðið er í starfið til eins árs og hefur Sunna þegar hafið störf. Í tilkynningu kemur fram að Sunna hafi síðastliðin fjögur ár starfað sem safnstjóri Nýlistasafnsins, en þar áður sinnti hún starfi framkvæmdastjóra safnsins.

„Hún hefur lagt stund á listfræði á MA stigi við Háskóla Íslands en bjó um árabil í Danmörku þar sem hún lauk BA námi í hönnun og síðar listfræði við Kaupmannahafnarháskóla. Í Danmörku starfaði Sunna við sýningagerð, verkefnastjórnun, miðlun og kynningarmál fyrir sýningarstaði og listahátíðir.

Undanfarin ár hefur hún tekið virkan þátt í íslenskri myndlistarsenu, unnið og stýrt sýningum og verkefnum í samstarfi við ýmsar menningarstofnanir og sjálfstæð frumkvæði, stýrt útgáfum og ritað greinar.

Hún kom að stofnun fagtímaritsins Myndlist á Íslandi og sýningar sem Sunna hefur stýrt hafa hlotið viðurkenningu á Íslensku myndlistarverðlaunum. Hún hefur tekið virkan þátt í félagsstörfum auk þess að sinna ýmsum trúnaðarstörfum fyrir myndlistarsamfélagið og situr nú í stjórn Listfræðifélags Íslands,“ segir í tilkynningu.

til baka