sun. 7. sept. 2025 22:01
R&B-söngkonan Angie Stone lést í mars á þessu ári. Hún er sögð hafa átt þátt í þróun hipp hopp og sálartónlistar og var á hátindi ferilsins um aldamótin síðustu.
Höfða mál vegna dauða Angie Stone

Uppkomin börn söngkonunnar Angie Stone, Diamond Stone og Michael D'Angelo Archer, höfða mál gegn sendibílafyrirtækið CSRT og bílaframleiðandann Daimler Truck North America, vegna bílslsyssins í Alabama í mars sem varð Stone að bana.

Diamond og Michael höfðuðu málssóknina í Gwinnett-sýslu, Atlanta, á þriðjudag.

Í gögnum kemur fram að Stone hafi lifað af bílslysið sjálft þegar ökumaður Mercedes-Benz-sendibíls sem hún og hljómsveitarmeðlimir hennar voru farþegar í, missti stjórn svo bifreiðin valt.

Samkvæmt málssókninni voru einstaklingar á vettvangi sem aðstoðuðu við að draga fimm af níu farþegum út úr sendibílnum. Stone á að hafa reynt að komast út úr bílnum þegar flutningabíll með sykurfarm skall á sendibílnum. Stone kastaðist út úr bílnum og festist undir honum, þar sem hún lést.

Í málssókninni kemur einnig fram að ökumaður flutningabílsins „hafi ekki veitt veginum framundan nægilega athygli“.

Stone, sem var 63 ára er hún lést, er sögð hafa verið með meðvitund og þjáðst mikið þar sem hún sat föst undir bílnum, skömmu áður en hún lést.

Page Six

til baka