Stærsta kvíðaefnið núna er hversu lengi inn í haustið gljáandi sumarljóminn endist á húðinni. Í flestum tilvikum eru það aðeins nokkrir dagar í viðbót, jafnvel nokkrar vikur en eftir það fer allt niður á við. Veturinn tekur við og húðin fer að grána.
Það er mikilvægt að gera allt sem hægt er núna til að viðhalda ferskleikanum og taka húðrútínuna í gegn. Hér eru nokkrar skotheldar vörur sem koma þér til bjargar.
Guerlain Abeille Royale Bee Lab Shot-húðmeðferð
Guerlain hefur kynnt nýja húðmeðferð sem lofar skjótum og sýnilegum árangri. Hún ber nafnið Abeille Royale Bee Lab Shot og er sérstök sjö daga meðferð sem nýtir bæði nýjustu rannsóknir og náttúruleg innihaldsefni til að koma húðinni í jafnvægi. Með henni fær húðin aftur ljóma, styrk og unglegt útlit.
Red Camellia Serum-In-Mist frá Chanel
N°1 De Chanel Serum-In-Mist er ofurlétt tvífasaformúla sem sameinar kraft rauðrar kamellíu í léttum úða. Þreföld virkni í ómissandi daglegri húðumhirðu sem þú getur tekið með þér hvert sem er; hún frískar, hjálpar til við að vernda og endurheimtir ljóma húðarinnar. Umbúðirnar eru einnig dásamlega fallegar.
Radiant Glow Foundation frá Sensai
Þetta er nýr farði frá Sensai og er léttur farði sem veitir húðinni raka og einstakan ljóma. Farðinn gefur meðalþekju og er áferðin silkimjúk og blandast fullkomnlega við húðina. Formúlan hreyfist í takt við svipbrigði húðarinnar, án þess að safnast í línur eða hverfa með tímanum. Farðinn endist allan daginn.
30 Day Treatment frá BIOEFFECT
Kraftmikið 30 daga húðátak sem vinnur á áhrifaríkan hátt á sjáanlegum aldursmerkjum á borð við fínar línur og hrukkur, þurrk, litabreytingar og slappleika húðar. Serumið inniheldur þrjá öfluga vaxtarþætti, EGF, KGF og IL-1a, sem framleiddir eru í byggi með aðferðum plöntulíftækni. Þetta er eins og orkuskot fyrir húðina.
GinZing Glow-Boosting Gel rakakrem frá Origins
Rakakrem sem gefur húðinni ljóma og eykar hann jafnt og þétt yfir daginn. Kremið kemur í tveimur tónum, Bronze Glow og Pearl Glow, en þeim má blanda saman eða nota eina og sér. Áferðin á kreminu er létt geláferð sem fer hratt inn í húðina og skilur hana eftir rakafulla án þess að skilja eftir olíu.