sun. 7. sept. 2025 22:00
Örframhjáhald er í rauninni hvers kyns smávægilegt brot sem fær maka þinn til að efast um skuldbindingu þína eða áhuga.
Hvað er örframhjáhald og er hægt að horfa fram hjá því?

Ör- eða smáframhjáhald er vísar til smávægilegra trúnaðarbrota sem gefa til kynna að einstaklingur sé tilfinningalega eða líkamlega spenntur fyrir einhverjum öðrum utan sambandsins. Eins og hugtakið gefur til kynna geta þessi brot verið lúmsk en einnig má deila um það hvort þetta séu brot eða raunverulegt framhjáhald. Skiptar skoðanir hljóta að vera á því. 

„Örframhjáhald er á þessu óþægilega gráa svæði þar sem hegðun er ekki augljós ótrú en skapar samt sprungur í traust sambandsins,“ segir Daren Banarsë, sálfræðingur sem starfar í Lundúnum, við breska tímaritið Vogue.

„Hættan felst ekki bara í einstökum gjörðum, heldur í því hvernig þær tákna rof á þeim mörkum sem vernda sambandið.“

Þessi hegðun getur komið fram við hin ýmsu athæfi eins og daður við ókunnuga manneskju á bar, skilaboð til fyrrverandi maka eða skráningu á stefnumótaforrit. Það sem þetta á allt sameiginlegt er að það er gert í laumi og brýtur í bága við „óskráðar reglur“ sambandsins.

„Það sem gerir örframhjáhald sérstaklega lævíst er hvernig það þrífst mest á leynd og fíngerðum kynferðislegum undirtón,“ segir Banarsë. „Jafnvel án líkamlegrar snertingar getur það skapað tilfinningar til hliðar sem útilokar maka þinn.“

En hvað er dæmi um örframhjáhald?

Örframhjáhald er í rauninni hvers kyns smávægilegt brot sem fær maka þinn til að efast um skuldbindingu þína eða áhuga. Undirtónninn er yfirleitt kynferðislegur en hann getur líka verið eingöngu tilfinningalegur eða bara gefið í skyn að þú sért á lausu. 

„Örframhjáhald felur oft í sér fíngerða tjáningu án orða,“ segir pararáðgjafinn Terri DiMatteo. „Það gæti verið sérstakt augnsamband, hlátur eða snerting sem er ekki kynferðisleg en of kunnugleg eða náin.“

Önnur dæmi um þetta eru: 

 

 

Hver er munurinn á örframhjáhaldi og framhjáhaldi?

Framhjáhald, hvort sem það er smávægilegt eða ekki, er huglægt. Hvað telst vera svik, trúnaðarbrot eða brot á trausti fer algjörlega eftir sambandinu. Samt sem áður, í flestum tilfellum, skilgreina pör í einkvæni framhjáhald „sem einhvers konar kynferðislega þátttöku,“ segir Shainna Ali, geðheilbrigðisráðgjafi í Lundúnum. Með öðrum orðum, hegðunin er kannski ekki eins dramatísk eða augljós en áhrif örframhjáhalds geta verið jafn skaðleg fyrir sambandið og augljósari tegundir framhjáhalds.

Hvernig veistu ef maki þinn stundar örframhjáhald?

Þar sem örframhjáhald er huglægt er gott að hafa skýra hugmynd um hvað þú skilgreinir sem framhjáhald  og að tryggja að þú og maki þinn séuð á sömu blaðsíðu.

„Þessi sameiginlegi veruleiki er besta leiðin til að skilja hvað telst til örframhjáhalds í ykkar sambandi,“ segir Ali.

En hvað ef tilraunin til að ræða hegðun og þér er mætt með ásökunum eða þöggun? Sálfræðingurinn Banarsë segir að stundum muni maki sem heldur framhjá „fjarlægjast en virðast á sama tíma fá orku úr utanaðkomandi tengslum. Fylgstu með skyndilegri þörf fyrir næði í kringum síma og tölvur, varnarviðbrögðum þegar þú spyrð um ákveðin vinasambönd eða breytingu á tilfinningalegri hegðun.“

Oft er það lúmsk breyting á tilfinningalegri hegðun sem gefur þér fyrstu vísbendingu. „Treystu innsæinu þegar eitthvað virðist ekki vera í lagi,“ ráðleggur Banarsë. „Þessi nagandi tilfinning um aftengingu bendir yfirleitt til þess að tilfinningalegri orku sé beint annað.“

Hvernig á að bregðast við örframhjáhaldi í sambandinu?

Samskipti eru lykilatriði til að takast á við hvers kyns vandamál í samböndum, þar á meðal örframhjáhald. Þótt þú sért kannski í uppnámi er líklega ekki árangursríkt að ráðast á maka þinn í reiði.

„Byrjaðu á því að sleppa þörfinni fyrir að hafa rétt fyrir þér og einbeittu þér frekar að því að tjá raunverulegar tilfinningar þínar án þess að ráðast á,“ segir Banarsë. „Skapaðu rými fyrir heiðarlegt samtal með því að nálgast maka þinn af forvitni frekar en með ásökunum.“

Einföld setning eins og; „Mér hefur fundist við vera svolítið ótengd undanfarið“ er yfirleitt góð byrjun.

„Raunverulega vinnan felur í sér að báðir aðilar skoði ekki aðeins hegðunina sjálfa, heldur einnig undirliggjandi veikleika sem gerðu það að verkum að mörkin urðu óskýr,“ segir Banarsë.

Með öðrum orðum, örframhjáhald á sér yfirleitt ekki stað þegar allt er fullkomið í sambandinu. Oft er það einkenni einhvers annars, eins og skorts á tilfinningalegri nánd, skuldbindingarkvíða, leiða eða óuppgerðrar gremju.

Það þarf að rækta heilbrigð sambönd og stuðningsríkur maki mun taka á áhyggjum þínum án þess að gera lítið úr þeim. Hann mun einnig leggja sig fram um að breyta hegðun sinni og endurheimta traust þitt. Ef hann getur það ekki eða vill það ekki gæti verið að stærra vandamál sé til staðar.

Vogue

til baka