Tónlistarmaðurinn Úlfur Hansson hefur sett íbúðina við Nýlendugötu á sölu. Íbúðin er 91 fm með tveimur svefnherbergjum og einu baðherbergi. Húsið var byggt árið 2021 úr krosslímdu timbri og er svansvottað.
Íbúðin er á tveimur hæðum á annarri og þriðju hæð hússins. Útsýni er til vesturs yfir höfnina frá stórum gluggum á efri hæð íbúðarinnar. Útgengt er á 20 fm þaksvalir sem snúa í suður. Húsið var byggt árið 2021.
Efri hæðin er opið alrými með eldhúsinnréttingu undir súð. Lýsingarhönnun í íbúðinni og í sameign er frá Lumex.
Sjá á fasteignavef mbl.is: Nýlendugata 34