Við Grettisgötu í Reykjavík stendur falleg 133 fm íbúð sem hefur verið mikið endurnýjuð. Útkoman er stílhrein og smekkleg. Íbúðin er á þriðju hæð ásamt útleigueiningu í risi.
Úr eldhúsinu er opið inn í stofu og borðstofu með útgengi á suðursvalir. Þrjú svefnherbergi, nýtt baðherbergi, gestasnyrting og þvottahús er innan íbúðar. Sjónvarpsherbergi er til móts við stofu en því má loka og nýta sem fjórða svefnherbergið. Flot er á gólfum og flísar á baðherbergjum.
Sjá á fasteignavef mbl.is: Grettisgata 90