Hamas-hryðjuverkasamtökin palestínsku hafa sent Sameinuðu þjóðunum og öryggisráði þeirra ákall þar sem þau beiðast þess að alþjóðasamtökin og ráðið beiti sér þegar í stað fyrir því að koma á friði á Gasasvæðinu og aflétta umsátri Ísraelshers þar.
Kemur ákallið í kjölfar yfirlýsingar fjögurra stofnana SÞ í morgun þar sem því er slegið föstu að hungursneyð ríki nú á Gasa samkvæmt mælikvarða SÞ þar um.
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2025/08/22/hungursneyd_stadfest_a_gasa/
Krefjast Hamas-samtökin þess að auki í erindi sínu, sem þau birta á miðlum lýðnetsins, að leiðir að Gasasvæðinu verði opnaðar varanlega og „án takmarkana, svo flytja megi nauðsynlegar birgðir af matvælum, lyfjum, vatni og eldsneyti þangað“ segir þar.