Brasilíski knattspyrnumarkvörđurinn Fábio sló í nótt heimsmet, sem var í eigu Englendingsins Peter Shilton um langt árabil, ţegar hann lék sinn 1.391. leik á ferlinum.
Fábio, sem er 44 ára gamall og lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir 28 árum, er markvörđur Fluminense sem leikur í brasilísku A-deildinni.
Heimsmetiđ sló hann í 2:0-sigri Fluminense á América de Cali í 16-liđa úrslitum Suđur-Ameríku bikarsins sem kom liđinu áfram í átta liđa úrslit međ samanlögđum 4:1-sigri.
Fábio hefur leikiđ í Brasilíu allan sinn feril og hefur heimsmetabók Guinness stađfest ađ hann eigi nú einn metiđ yfir flesta spilađa keppnisleiki í knattspyrnu.
Samkvćmt bókinni lék Shilton, sem einnig var markvörđur, 1.390 leiki á árunum 1966 til 1997 en hann lagđi hanskana á hilluna 47 ára gamall. Sjálfur kvađst Shilton reyndar hafa spilađ 1.387 leiki á ferlinum.
Fábio lék flesta leiki sína fyrir Cruzeiro, 976, á árunum 2005 til 2022 en leikirnir fyrir Fluminense eru orđnir 235. Auk ţess spilađi hann 150 leiki fyrir Vasco da Gama og 30 fyrir Uniao Bandeirante.