mið. 20. ágú. 2025 19:19
Berglind Katla Hlynsdóttir átti stórleik fyrir íslenska liðið.
Stórsigur íslensku stúlknanna

Berglind Katla Hlynsdóttir átti magnaðan leik fyrir U16-ára landslið Íslands í körfuknattleik stúlkna þegar liðið vann stórsigur á Írlandi, 84:48, í fyrstu umferð A-riðils í B-deild EM 2025 í Tyrklandi í kvöld.

Berglind Katla gerði sér lítið fyrir og skoraði 27 stig ásamt því að taka níu fráköst, gefa sex stoðsendingar og stela boltanum sjö sinnum.

Var hún með 38 framlagsstig en Berglind Katla er dóttir fyrrverandi körfuboltamannsins Hlyns Bæringssonar.

Eftir jafnræði með liðunum í fyrsta leikhluta stakk Ísland af í öðrum leikhluta og vann að lokum geysilega öruggan 36 stiga sigur.

Íslenska liðið mætir næst því tyrkneska á morgun.

til baka